top of page

Íþróttir í FMOS

Þú þarft að velja sjálf(ur) hvenær þú ferð í íþróttir.

 

Þú þarft að setja íþróttir sjálf(ur) inn í stundatöfluna þína

Íþróttir heita lýðheilsa í FMOS

 

Mikið val í boði. Hvað hentar þér?

 

Hvernig íþróttir vilt þú stunda?

 

íþróttir í FMOS virka þannig að þú getur valið hvort þú ferð í ræktina, hjólar eða gengur í skólann, jóga eða útivist. Þú fyllir út valblað sem þú færð í byrjun hverrar annar og skilar til íþróttakennara.

 

Ef það er ákveðið að viðkomandi ætli að hjóla eða ganga í skólann þá þarf viðkomandi að vera með ákveðin forrit í símanum eða setja upp viðkomandi forrit í símann sem heldur skrá yfir alla hreyfingu, vegalengdir, fjölda ferða sem viðkomandi tekur. Ef nemandinn gengur í skólann þá þarf hann að ganga 100 kílómetra yfir alla önnina en ef hann hjólar þá þarf hann að hjóla 300 kílómetra yfir alla önnina til þess að ná áfanganum.

 

Ef ræktin er fyrir valinu þá velur nemandinn lausan tíma í stundatöflunni og notar hann til þess að fara í ræktina. Viðkomandi þarf að mæta 30 sinnum í ræktina til að fá 10 í einkunn í áfanganum en 20 sinnum til að fá 5 í einkunn í áfanganum.

 

Nemendur geta líka valið jóga sem er kennt í Keldu í raungreinaklasanum. Á vorönn 2015 er jóga á þriðjudögum klukkan 11:10 og fimmtudögum klukkan 9:30. Inga Þóra náms- og starfsráðgjafi er með jógatímana.

bottom of page